Svona er þetta

Ég er búin að reyna að skrifa bloggfærslu í smá tíma. Yfirleitt enda ég á að slökkva á vafranum áður en hún klárast, færslan þ.e.

Ég fór til afa á laugardaginn síðasta, það var erfitt en ég er fegin að hafa farið og kvatt hann. Hann lést svo á miðvikudagskvöldið. Ég er svo tóm. Ég kann ekki að lýsa þessu. En kistulagningin er á þriðjudaginn og jarðarförin á miðvikudaginn.  Ýmsar minningar poppa upp í hausinn á manni þegar einhver kveður. Þegar ég var 13 ára í Breiðholtsskóla þá var ég með folann minn í hesthúsi hjá afa. Mér leiddist í skólanum, nýflutt og þekkti fáa. Ég passaði eiginlega ekki inn í því ég var svo mikill lúði. Jú þá var gott að geta farið í hesthúsin sem í minningunni var á hverjum degi, en ég stórefa það því ég var jú 13 ára gelgja. Þarna vorum við afi, hann bjó til kaffi og vildi endilega láta mig drekka og svo var oft eitthvað góðgæti sem amma hafði bakað á boðstólnum. Afi kenndi Gjafari folanum mínum að drekka lýsi úr tappa, heilsa og ýmis trix eins og hann væri hundur. Mér þótti það ótrúlega skemmtilegt. Hann kom með allskonar gullmola sem mig langar að halda fyrir mig. En þetta var skemmtilegur vetur.   Ég fór með Skottu til ömmu í gær og henni þótti svo ótrúlega gaman að sjá hvolp! Það hreinlega lifnaði yfir ömmu gömlu.  Við verðum að koma oftar með gerpið og leyfa ömmu að fylgjast með henni Smile

Verið góð við hvort annað því maður veit ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur.


VIÐ EIGUM HUND!!!

Já hér er komin tík á heimilið!! Hún heitir Skotta Valkyrja... Eða bara skotta en mér finnst valkyrja bara svo kúl!! Hér er sæta skvísan!!! skotta 002

25. lírpa

Já Góðan daginn!!!

Ég er heima eins og er því það er starfsdagur í leikskólanum og við Hannes erum að skipta með okkur deginum. Ég hef hana fyrir hádegi og hann eftir hádegi.

Ég sá svo sorglega auglýsingu á barnalandi í gær þar sem kona var að auglýsa 10 vikna tík gefins þar sem hún ætti tíma í svæfingu í dag en ætlaði að prófa eina örvæntingarfulla tilraun að gefa hana. Til að gera langa sögu stutta þá tók litla dýravinahjartað mitt kipp og ég er að fara skoða hana á eftir. Svo kannski verður komin ein enn stelpan á heimilið fyrir hádegi í dag.  En við sjáum til.

Óttar er fyrir austan. Það á að jarða ömmu hans á morgun á Egilsstöðum Crying svo ekki verður hann með mér á afmælinu, en þar sem ég á svo frábærar vinkonur þá ætla þær að taka mig út að borða og kannski smá djamm á eftir híhí. Spennandi....

Mig langar að benda ykkur á könnunina hér til hægri á síðunni.

Nenni ekki að blogga meira...


Kjúklingur

Ég er veik! Ég er búin að vera veik núna í 5 daga. Þetta hefur ekki komið fyrir mig í 4 ár held ég! Ég er núna hitalaus og hef verið það fyrripart dags núna í 3 daga. En svo kemur hitinn á kvöldin en ég er slappari en allt. Ég rétt get staðið upp úr sófanum til að taka úr þvottavélinni eða fara pissa svo verð ég að leggjast niður aftur. Mér líður eins og aumingja!! Ég er með klikkaðann hósta og geggjað hor. Ég veit kvarti kvarti kvart.....  Það er bara svo leiðinlegt að hanga inni.

Hlynur á afmæli í dag!! Kjellinn er fertugur! Til hamingju með daginn Hlynur minn og ég vildi að ég gæti verið í vinnunni svo þú gætir verið heima í dag!


Rugl og þvaður eins og alltaf..

Mér finnst alveg merkilegt hvað maður dettur í og úr bloggstuði. Stundum er ég svo frjó að ég er komin með efni í aðra færslu um leið og ég ýti á vista takkann og stundum er ég alveg blanco, algjör flatliner sem dettur ekkert í hug. Ferlega skoplegur pistill sem ég las aftan á Fréttablaðinu í dag, þar er dama að tala um góðæri og talar um öll 5 páskaeggin sem hún fékk þessa páskana og í kreppunni á hún líklega bara eftir að fá eitt á næsta ári!! Ég keypti 6 páskaegg en aðeins eitt þeirra var fyrir mig og 2 þeirra fyrir dæturnar. Þær fengu sitt hvort eggið og ekkert vesen. Enginn fékk illt í magann, enginn fékk tannpínu eða aðra góðærispest.

En vitiði að allar þessar umræður um hækkandi stýrivexti, kreppu og 20% hækkun á matvælaverði eru að gera mig stressaða. Núna bara þori ég ekkert að eyða peningunum mínum. Ekki það að ég syndi í þeim eins og Jóakim Aðalönd en ég er svakalega fegin að hafa gert mínar stóru fjárfestingar á síðasta ári. Ég væri ekki til í að vera fara versla mér íbúð, bíl eða annað því um líkt núna.

Oh svolítið týpískt fyrir mig í gær þegar ég var mætt í fermingarveisluna hennar Anítu og búin að stilla fermingarbarninu upp við veisluborðið og ætlaði að taka mynd..... BATTERÍSLAUS!!! Já fröken Eyja stóð í þeirri trú að myndavélin væri bara með fullt batterí (var það deginum áður þegar hún fór í töskuna) var bara með batteríslausa myndavél og gat ekki tekið eina einustu mynd í veislunni. Veislan var annars æðislega flott, virkilega góður matur og Aníta var svooo fín og sæt. Þetta var rosalega skemmtilegt! Aftur til hamingju Aníta mín!!

Svo fékk ég hringingu í gærkveldið frá Ástralíu. Þá var það einn eigenda fyrirtækisins með hræðilegar fréttir... Gámfjandinn sem við vorum búin að framleiðia olíu í og undirbúa allt þetta ár hafði komið lekur í höfn í Skotlandi!! Jiii og himininn hrundi næstum, ég fór í tölvupósthólfið mitt og sá þá reiði póst frá sölumanninum og sagði að þetta væri heldur betur mér að kenna þar sem ég innréttaði gáminn!! Ó boy þriggja mánaða vinna í ekkert!!  Svo í morgun þá hringir Samskip í Skotlandi og lætur vita að það var barasta ekkert að gámnum!!! WHAT?!?!?! Vá ég var svo fegin. Skil ekki svona.

Well nóg um raus, þar til næst...


Drang drang drilli...

Vá hvað ég hef ekkert að segja, en við erum allar orðnar hressar hér á bæ!! Víííí...W00t

Alveg merkilegt hvað mér finnst erfitt að fara upp í rúm. Ég er kannski drulluþreytt og alveg að sofna allt kvöldið en svo þegar stelpurnar eru sofnaðar þá hangi ég yfir engu. Það er ekki eins og ég sé að gera húsverking svona seint(jú ok stundum) Ekki er ég að horfa á sjónvarpið því það er bara kveikt á því einu sinni í viku. Ég er bara að gera EKKERT bókstaflega. En þegar ég loksins tussast inn í rúm finnst mér æðislegt að vera komin þangað. Og ekki nenni ég fram úr rúminu á morgnana. Svo þegar ég hef tekið ákvörðunina um að fara í bælið þá man ég .... hey ég á eftir að taka úr þvottavélinni, ó íþróttafötin fyrir skólann eru ekki tilbúin, æ man núna ég ætlaði að gera þetta, úff já þessu er ég líka að gleyma!!!!! Shocking Dísús.. er ég ein svona eða ????

 

Alveg merkilegt að búa svona út á hlandi....... Símafyrirtækin hér , jú þau sömu og annarsstaðar á landinu Síminn og Voðafónn eru gjörsamlega ekki að standa sig. Ef eitthvað vandamál kemur upp í Símaútibúinu sem er nóta bene inn í Eymundsson þá segja þeir bara ... þú þarft að fara til Reykjavíkur!!!!! Ég vildi kaupa kort í símann, nei farðu til RVK.... Ég vildi láta færa númerið mitt yfir í símann... nei farðu til RVK og fleira og fleira -HA?? til hvers eruð þið hér???                      Voðafónn hins vegar á barasta aldrei neitt til í búðinni!! Ég fékk þá flugu í höfuðið að fá mér myndlykil og hann var aldrei til þannig ég hætti bara við að fá mér stöð 2 enda orðin afvön henni þegar lykillinn loksins kom. Svo er ég búin að reyna að kaupa hjá þeim bleikann síma handa Míu sem heitir Nokia 2626 en neibb hann er alltaf á leiðinni!!! Síminn getur andsk.. ekki verið 10 daga á leiðinni frá Reykjavík!!! Ég er 25 mínútur á milli þeir eru kannski á einhverjum spes hraða..

Er einhver með uppástungur hvað er hægt að gefa konu í 35 ára afmælisgjöf og manni í 40 afmælisgjöf og þau eiga allt!!!

Koma svo.. commenta hérna.. heimsóknirnar hér inn eru ekki í neinu samræmi við commentin. Pinch


Brátt í brók!!!

Jæja það er nú löngu kominn tími á nýjar bloggfærslu. Engin sérstök ástæða fyrir bloggleysinu nema kannski leti og fáar fréttir sem eru til þess fallnar að lenda á veraldarvefnum.

Það var pabbahelgi síðustu helgi. Ég skutlaði Þóru heim til ömmu sinnar og fór svo með Míu í bæinn og hún ætlaði að kaupa afmælisgjöf handa pabba sínum sem og hún gerði í BT og ég freistaðist til að versla mér eina seríu af Dharma and Greg sem er svo fyndin að ég hef bara grátið af hlátri hérna haha . Nú svo segi ég við skottið að hún megi bara kaupa sér það sem henni langar í . - Nei mamma þú átt ekkert að vera eyða peningunum þínum í mig....     - HA??? í hvern þá???? Shocking    Jú veldu þér eitthvað sem þig langar í...    - Nei mamma þá eigum við engann pening eftir.   Heyrðu sko... mamma á nægann pening veldu þér eitthvað... Og eftir miklar fortölur þá fékk ég (neyddi ég) barnið til að kaupa sér eina DVD mynd. 

Þegar ég hafði skutlað skvísunni til hennar Beggu þá fór ég til Svövu og fékk Bæjón skinku.. mmmm það var gott. Svo var skutlast heim því á laugardaginn vann ég 15 tíma sem var hressandi hehe...

Í gær þá fór ég á fætur korter fyrir eldsnemma og fór í bæinn í alllri "ófærðinni" og beint í kringluna sem út á landi pían ég vissi ekki að opnaði ekki fyrr en klukkan 13 hahaha.. o jæja ég verslaði samt 2 peysur, einar buxur og kjól handa Míu og snjóbuxur, úlpu og bikiní handa Þóru haha frekar hallærislegt að kaupa snjófatnað og bikiní í sömu ferðinni hahaha . Hitti gæjann og litla krúttið hans og þau versluðu líka pæjuföt.  Jú svo fengum við okkur að borða og Elsa kom og drakk kaffi með okkur. Þetta var rosalega gaman. Hey og svo hitti ég tilvonandi tengdamömmu... scary moment skal ég segja ykkur Pinch   Eeeen ég lifði það af og hún er hin fínasta kelling. Á örugglega samt eftir að vera skíthrædd við hana áfram.. hún er bara þannig týpa hahaha... 

Svo sótti ég Þóru mína sem var með Gullfoss og Geysi og ferlega drusluleg greyið. Svo við vorum bara heima í dag því henni var svo brátt í brók GetLost  og getið hvað.... ég er orðin lasin... frábært.. en fékk ég sömu pest og litla dýrið??? neibb ég er með hita!!!! Fáránlegt.. Svo ég verð líklegast heima á morgun.....

 Bráðar hitakveðjur úr pestabælinu á kjúklingastöðum..... Woundering


Fýlan

Svolítið fyndið að vera í svona vinnu eins og ég er í.... Maður lyktar!!! Ójá og það virkilega illa! Sem dæmi þá er ég í hreinum fötum þegar ég fer í vinnuna, fer úr þeim inn á baði og treð þeim ofan í íþróttatöskuna mína og loka henni. Svo þegar ég fer heim þá eru fötin farin að lykta (ímyndið ykkur hvernig vinnufötin lykta) Jæja ég mæti í leikskólann í fötunum sem voru hrein um morguninn og fólk fussar!! Ein kona sem ég labbaði framhjá um daginn sagði stundarhátt "ojjj það er nú eitthvað að skólpinu hérna!! þvílík fýla þið verðið að láta kíkja á þetta!!!"  Ég sneri mér að henni og sagði... þetta er af mér.... og konugreyið fór alveg í kleinu hahahahhaah ... Svo kemur Þóra á móti mér " OJJ VOND LYKT!!! ÞÚ ÞARFT AÐ FARA Í STURTU!!!!" hehee

Well ég held ég sé að verða búin að þvo af mér húðina af öllum þessum sturtum með skrúbbkremi í árangurslausum tilraunum til að ná þessu af mér ....  Annars er ég að drepast í bakinu.. alveg mikið að drepast... í mjóbakinu og það leiðir niður í læri... æji það grær áður en ég gifti mig Woundering


Ekkert að frétta

Hvað er ég að gera vakandi klukkan tuttugu mínútur í tólf á miðvikudagskveldi?? Jahh það er nú einföld ástæða fyrir því. Stelpuskotturnar sofnuðu í rúminu mínu og ég kemst ekki fyrir!!! En þær eru svo ósköp sætar að ég tými ekki að vekja þær.

Annars fékk ég Valentínusarkveðju degi of snemma og ég fékk að kíkja í pakkann... Tvö lög með Bon Jovi Always og Bed of roses... Awww svo sættInLove. Frá hverjum?? HAHAHA Glætan ég segi ykkur það W00t

Annars... hef ég ekkert að segja. Tek Jónu Á bara á þetta....

 

Hvernig húsnæði búið þið í?? Fjölbýli? Einbýli? hvað? 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband