Fýlan

Svolítið fyndið að vera í svona vinnu eins og ég er í.... Maður lyktar!!! Ójá og það virkilega illa! Sem dæmi þá er ég í hreinum fötum þegar ég fer í vinnuna, fer úr þeim inn á baði og treð þeim ofan í íþróttatöskuna mína og loka henni. Svo þegar ég fer heim þá eru fötin farin að lykta (ímyndið ykkur hvernig vinnufötin lykta) Jæja ég mæti í leikskólann í fötunum sem voru hrein um morguninn og fólk fussar!! Ein kona sem ég labbaði framhjá um daginn sagði stundarhátt "ojjj það er nú eitthvað að skólpinu hérna!! þvílík fýla þið verðið að láta kíkja á þetta!!!"  Ég sneri mér að henni og sagði... þetta er af mér.... og konugreyið fór alveg í kleinu hahahahhaah ... Svo kemur Þóra á móti mér " OJJ VOND LYKT!!! ÞÚ ÞARFT AÐ FARA Í STURTU!!!!" hehee

Well ég held ég sé að verða búin að þvo af mér húðina af öllum þessum sturtum með skrúbbkremi í árangurslausum tilraunum til að ná þessu af mér ....  Annars er ég að drepast í bakinu.. alveg mikið að drepast... í mjóbakinu og það leiðir niður í læri... æji það grær áður en ég gifti mig Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæunn Valdís

hahahha you stink! nei djók! líttu á björtu hliðarnar! þetta er bara peninga fýlan :) hehe djók...

annars getur þetta varla verið verra en að vinna í sláturhúsi...þá festist lyktinn við mann...virkilega festist... 

Sæunn Valdís, 19.2.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Bjarkey Björnsdóttir

Jahh... ég er eiginlega viss um að þetta er verra.. Allavega verri lykt þó hún festist kannski eins í manni. Hins vegar er þetta allt á réttri leið og við fáum fataklefa hinu megin í húsinu þar sem lyktin nær ekki....

Bjarkey Björnsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Og hvenær er svo stóri dagurinn:O

Matthias Freyr Matthiasson, 20.2.2008 kl. 19:41

4 identicon

já fyrst þú minnist á það....

hvenær ætlaru að gifta þig? héhéhé!!!

Perlan (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Bjarkey Björnsdóttir

Hvað er þetta með ykkur!!!! Má maður ekki bara fá að vera skotinn í friði

Verið viss þið fáið að vita um leið og við ákveðum að gifta okkur eða allavega hvaða dag eða what ever... KJÁNAR!!!!

Bjarkey Björnsdóttir, 25.2.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband