Brátt í brók!!!

Jæja það er nú löngu kominn tími á nýjar bloggfærslu. Engin sérstök ástæða fyrir bloggleysinu nema kannski leti og fáar fréttir sem eru til þess fallnar að lenda á veraldarvefnum.

Það var pabbahelgi síðustu helgi. Ég skutlaði Þóru heim til ömmu sinnar og fór svo með Míu í bæinn og hún ætlaði að kaupa afmælisgjöf handa pabba sínum sem og hún gerði í BT og ég freistaðist til að versla mér eina seríu af Dharma and Greg sem er svo fyndin að ég hef bara grátið af hlátri hérna haha . Nú svo segi ég við skottið að hún megi bara kaupa sér það sem henni langar í . - Nei mamma þú átt ekkert að vera eyða peningunum þínum í mig....     - HA??? í hvern þá???? Shocking    Jú veldu þér eitthvað sem þig langar í...    - Nei mamma þá eigum við engann pening eftir.   Heyrðu sko... mamma á nægann pening veldu þér eitthvað... Og eftir miklar fortölur þá fékk ég (neyddi ég) barnið til að kaupa sér eina DVD mynd. 

Þegar ég hafði skutlað skvísunni til hennar Beggu þá fór ég til Svövu og fékk Bæjón skinku.. mmmm það var gott. Svo var skutlast heim því á laugardaginn vann ég 15 tíma sem var hressandi hehe...

Í gær þá fór ég á fætur korter fyrir eldsnemma og fór í bæinn í alllri "ófærðinni" og beint í kringluna sem út á landi pían ég vissi ekki að opnaði ekki fyrr en klukkan 13 hahaha.. o jæja ég verslaði samt 2 peysur, einar buxur og kjól handa Míu og snjóbuxur, úlpu og bikiní handa Þóru haha frekar hallærislegt að kaupa snjófatnað og bikiní í sömu ferðinni hahaha . Hitti gæjann og litla krúttið hans og þau versluðu líka pæjuföt.  Jú svo fengum við okkur að borða og Elsa kom og drakk kaffi með okkur. Þetta var rosalega gaman. Hey og svo hitti ég tilvonandi tengdamömmu... scary moment skal ég segja ykkur Pinch   Eeeen ég lifði það af og hún er hin fínasta kelling. Á örugglega samt eftir að vera skíthrædd við hana áfram.. hún er bara þannig týpa hahaha... 

Svo sótti ég Þóru mína sem var með Gullfoss og Geysi og ferlega drusluleg greyið. Svo við vorum bara heima í dag því henni var svo brátt í brók GetLost  og getið hvað.... ég er orðin lasin... frábært.. en fékk ég sömu pest og litla dýrið??? neibb ég er með hita!!!! Fáránlegt.. Svo ég verð líklegast heima á morgun.....

 Bráðar hitakveðjur úr pestabælinu á kjúklingastöðum..... Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe Þóra er sniðug! Vonandi lagist þið fljótt af veikindunum

Hallrún (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:19

2 identicon

hahaha ég meinti Mía

leiðrétting (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband