Hvað er málið með að lita hárið á sér grátt í ameríku??
Núna í sjónvarpinu er Jay Leno og einhver kella að elda í þættinum hans. Og þau eru bæði með litað hár sem væri svo sem ekkert tiltökumál nema að það er litað GRÁTT!!! Afhverju spyr ég nú bara.. Ég hélt alltaf að það væri svo mikil unggæðingsdýrkun þarna vestan hafs, ef ég væri að fara velja mér hárlit núna (og mitt er ekkert litað) þá yrði grár alveg 100% ekki fyrir valinu.
Hey Hallrún ég keypti Brúnan henna lit í lyfja í lágmúla í síðustu bæjarferð. Á ég að sýna fyrir og eftir myndir eins og þú??
Bloggar | 11.2.2008 | 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég fann þetta á korti fyrir nokkrum árum og finnst þetta sérlega fallegt ljóð (kannski er þetta vísa ekki veit ég það)
Ekki gekk sá galdur upp að sinni
en gleðin býr þó enn í sálu mér
Ég veit- ég veit að ást þína á ég inni
og innileik frá blóminu í þér.
Dýrmæt tel ég okkar kátu kynni
ég kyssi þig frá hjartanu og sver;
um eilífð áttu sæng í sálu minni
silkilak og fallegt koddaver.
Þorgeir Kjartansson
Bloggar | 10.2.2008 | 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég ætla að lauma inn vísu sem ég hef einhverntíma möndlað þegar dæturnar hafa verið að gera mig gráhærða...
Börnin standast tímans tönn
taumlaust stolt og gleði
Aldrei standast boð og bönn
brátt ég fer á geði!!!
Já annars ætti ég að semja vísu um þetta blessaða veðurfar hérna á íslandi. Er það eðliegt að hafa ekki komist 3 daga í vinnu á þessu ári vegna veðurs???
Ég tók því rólega í morgun þegar ég heyrði 3-4 bíla spólandi hérna fyrir utan um hálf 8 leytið og beið róleg þar til gatan var mokuð. Svo skellti ég mér og skottunum út í hríðina, henti þeim inn í bíl eftir að vera búin að moka frá bílhurðunum, setti bílinn í gang og byrjaði að moka (án djóks MOKA) af bílnum, klofaði snjóinn upp á mið læri og hugsaði versu klikkuð ég væri að reyna þetta á litla sæta Aveonum mínum. Allavega þá tók það mig 10 mínútur í bakka, áfram, bakka, áfram þar til ég komst út úr stæðinu sem nóta bene er við veginn. Svo skutlaði ég skvísunum gallaklæddu á sína staði og tók eftir því að ég var að verða bensínlaus!! Ég blótaði hátt, sem var að sjálfsögðu í lagi þar sem engin börn voru viðstödd, þrusaðist á bensínstöðina þar sem ég hitti einhverja Sandgerðinga og þeir vöruðu mig við því að fara yfir Sandgerðisheiðina.... Hlustar Bjarkey einhverntíma á viðvaranir??? Nibb ekki til í mínum orðaforða.
Ég lulla af stað inn í kófið og þegar ég er komin við flugvallarhringtorgið hringi ég í Sigga yfirmann minn og segi honum að ég sé ekki alveg að fíla þetta, hann segir mér að snúa við..... NEI BJARKEY SNÝR EKKI VIÐ!!! Svo ég held áfram þar til ég sé blá blikkandi ljós fyrir framan mig... og fullt fullt af bílum í einni kös í riiissa stórum skafli. Ég stoppa og finn hvernig bíllinn byrjar að súnka niður í skaflinn... ó mæ ó mæ.. ég þruma bílnum í bakkgír og hendist af stað, aftur á bak. Sé ekki rassgat svo ég skrúfa rúðuna niður og góni út í hríðina. Ég bakka einhverja 200 metra og get snúið við , VÍÍÍÍ . Hringi í Sigga og segi honum tíðindin. Siggi var búinn að hanga í 20 mín við Vogaafleggerann fastur og þar sem hann býr á Kjalarnesi þá var hann í heildina 2 og hálfann tíma heim til mín. Þar fengum við okkur kaffi og bakkelsi áður en hann fór aftur af stað.
Svona er Ísland í dag. Eða að minnsta kosti Suðurnesin.
Bloggar | 7.2.2008 | 12:37 (breytt 8.2.2008 kl. 11:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja hun systir góð komst í einhverja krassbók sem ég var alltaf að krota ljóð og vísur í þegar ég var ólétt af Þóru. Ég ætla að opinbera eitt ljóð fyrir ykkur að hennar ósk. Svo má kommenta
Sweet tomorrow
will i follow
my dream
i scream!
No tomorrow
I´ll cry tomorrow
I´ll die tomorrow
I lie in bed
No tomorrow
There´ll be no tomorrow
i lie here
to die!
If to morrow
will be sorrow
can i borrow
your dream??
Bloggar | 2.2.2008 | 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Okey, við vitum öll hvað jólapósturinn er hrikalegur á Íslandi. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu mikill póstur er eftir 5 ár!!!! Það eru 5 jólageðveikispóstar Well ætli einhver amman sé ekki farin að sakna þess að sjá ekki myndir af barnabörnunum??
Póstfjall á Fílabeinsströndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.2.2008 | 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já hun Perla mín er í bænum!!
Mikil skelfingar gleði þegar þessi manneskja birtist Hun ætlar að gabba mig á djammið annað kveld sem ég er nu ekkert sérlega hlynnt þar sem ég var að vinna 14 tíma í dag og ég er gjörsamlega með strengi allstaðar og að drepast í fótunum!!! En ætli mar fari ekki bara fyrir kelluna hehe..
Þóru líður betur í munninum og öll sár og bólgur á bak og burt en tönnslurnar eru ennþá lausar sem er mér mikið áhyggjuefni... En fullorðinstennurnar sluppu (sagði tannsi) og við eigum annan tíma hjá tannsa á þriðjudaginn.
Hvað í andskotanum er Alliolli??
Bloggar | 2.2.2008 | 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já svona lítur aumigja stelpan mín ut!! Já hun Þóra mín rann af sófanum og beint á sófaborðið með þeim afleiðingum að neðri vörin sprakk á þremur stöðum og 3 tennur kýldust inn og eru laflausar!! Glatað!!!
Bloggar | 27.1.2008 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er nefnilega það... Ég var að fá titil í vinnunni og ég veit ekki hvort ég sé sátt við hann. Hann er stór, bætir á mig hellings vinnu og er eflaust bara snobb. Ég sat 3 fundi í dag og þeir voru hverjum öðrum leiðinlegri nema þessi síðasti því ég fékk að borða á honum hahaha... En þetta var nu bara skólinn all over again. Mér dauðleiddist , þurfti að vanda mig að fylgjast með því fundirnir voru á ensku og svo var ég alltaf alveg að fara geispa!!!! Það var verst. Einhver professór að blaðra ut í eitt um ótrulega hluti sem var ekki alveg í samhengi við veru okkar þarna. Yes the farmers have bla bla bla... and the growth of Clover is not that bla bla bla and they mix it with seashells ble ble ble bla Zzzzzzzzzz og Eyja geispar ofan í bæklinginn.
En allavega þá fór ég á Jesus Christ Superstar síðasta föstudag og það var æði!! Jenni í Brain Police stal senunni af Krumma!! Maður skildi ekki hvað Krummi söng og þegar hann syngur svona soft rock þá hljómar hann eins og pabbi sinn sem fór ótrulega í taugarnar á mér! Svo á laugardagskveldið fór ég ut að borða á Shalimar og fékk ótrulega vondar rækjur og svo var edru djamm til sunnudagsmorguns með henni Bylgju minni
Hef ekkert að segja svo sem... Hlakka til næstu pabbahelgi (ef hun verður) því þá ætla ég að djamma aftur en þá ætla ég að drekka híhí
Bloggar | 23.1.2008 | 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég vaknaði allt of seint í morgn líkt og ávallt! 7:10 garrrgg!! Ríf mig á lappir og hendist í buxur og sokka áður en ég vek eldra skrípið, kveiki ljósið; GÓÐANN DAGINN MÍA!!!! Krakkagreyið sem sefur alveg upp í rjáfri í hárri koju með ljósið beint í augun-rís upp svefnmygluð og pírð.. Mmm góðan daginn mamma. Finn í flýti til fötin hennar og hun klæðir sig meðan litla dýrið leyfir mér náðarsamlegast að klæða sig þó hun sé ekki ennþá buin að opna augun. Þær bursta tennurnar meðan taugaveiklaða mamman klæðir sig og hefur til nesti. Æ já! Ég verð líka að taka til nesti handa mér, hugsaði ég í flýtinum með tannburstann í munninum og krakkagormarnir að klæða sig í utifötin! Fer í illalyktandi vinnuulpuna sem engu að síður var aðeins notuð einu sinni í síðustu viku því hun tekur 3 daga í þvotti eða þurrki öllu heldur. Tek drykkjarjógurtið og treð í botnlausa vasana ásamt eitt stykki banana. Ég gjóa augunum á klukkuna á leiðinni ut ur dyrunum... sjukket mar klukkan er bara korter í 8. MÆ GOD það er allt á kafi!! Sé pólverjagrey sem býr í husinu grípa skóflu og moka fráganginn á blokkinni eins og trylltur maður .. þegar ég nálgast sé ég að hann er að flýta sér áður en við komum! -Goðððan daghh vildu aþþ égh moki fráh bíllinn þínn?? Ég svara í flýti.. ehh nei nei takk samt kærlega og set upp falskt bros. Allavega.... tæpum 45 mín síðar - er ég loksins komin í vinnuna þar sem Njarðvíkingar, þrátt fyrir að vera utan af landi kunna alls ekki að keyra í snjó!
Vá allt á kafi í Sandgerði líka og bílastæðin aðeins fær jeppum. Pólsku kjánarnir voru þarna; Knoll og Tott og þeim vantar tómt fiskikar... ok ok ... það var ekki svo auðsótt í öllum snjónum.. Æji notið bara þetta þarna segi ég og bendi á stálkar sem var þarna inni. Já!!! Tott rýkur í lyftarann hendir karinu upp á gafflana og brunar inn í næsta snjóskafl!!!!! WHAT!!?!?!?! Ég fer til hans nett pirruð og spyr hvern anskotann hann sé að gera!!!!!! Ju hann ætlaði bara að ryðja planið! MEÐ LYFTARA??? OG TÓMu KARI!! Já sæll!!! ohh jæja.. og þarna vorum við 2 í skær gulum pollagöllum og ein kella gjörsamlega að snjóa í kaf að reyna ná fjandans lyftaranum ur skaflinum!!!! Bwahhh til að gera langa sögu stutta þá tók það langann tíma hahahaha.. og svo þegar ég var orðin rennblaut í gegnum gallabuxurnar og strigaskóna fór ég upp og ætlaði að fá mér kaffibolla. Ég tek upp ur vösunum og hvað??? HVAR ER BANANINN MINN????????? Hann hefur ekki fundist ennþá þrátt fyrir mikla leit í sköflum Sandgerðisbæjar....
Bloggar | 15.1.2008 | 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þá er næst síðasti dagur ársins runninn upp og ég er að líta yfir liðið ár og þetta hefur verið alveg magnað ár!! Ég ætla aðeins að líta yfir farinn veg með ykkur.
Ég man nu ekki eftir öllu en fyrsta markverða á þessu ári var Danmerkurferðin í Apríl þar sem ég sá Stuðmenn og Sálina og auðvitað var verslað helling og haft það gaman. Og þarna gerðist svolítið stórmerkilegt!! Ég byrjaði að drekka bjór aftur eftir 6 eða 7 ára pásu hehe. Reyndar hélt ég smá afmælisteiti þegar ég átti afmæli og kom fullt af fólki og ég fékk helling af pökkum! Ég elska pakka
Svo held ég að næsta markverða sé blessaða sveinsprófið en það gekk nu ekkert sérlega vel til að byrja með þar sem stykkið féll ur patrónunni og allt fór til andskotans en ég náði þó svo ég hafi komið heim hágrátandi síðasta daginn og aumingja börnin og Perla reyndu að hugga mig, ég hef sjaldan orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með sjálfa mig. Ohh jæja ég náði þó með ágætiseinkunn.
Svo var mér tilkynnt af konunni sem leigði mér á Sléttahrauninu að hun væri buin að selja íbuðina og þar sem leigusamningurinn væri hvort eð er að renna ut gæti ég þá ekki flutt ut mánuði fyrr en ella. Ju ég sættist á það en var samt ekki mjög sátt þar sem þessi kona var nu ekki besti leigusali í heimi, en nóg um það. Svo ég var í vandræðum, hvar átti ég að bua og ég ætlaði sko ekki að setja mig á hausinn og mig langaði ekki að færa stelpurnar enn einu sinni um skóla. Gréta fyrrverandi tengdó var nýflutt í Njarðvík og við höfðum nokkrum sinnum heimsótt hana og fannst bærinn sætur og rólegur svo ég fór að skoða íbuðir þar því íbuðarverðið var mikið betra en í bænum og sér í lagi Hafnarfirði. Og í maí , helgina fyrir sveinspróf gerði ég tilboð en ég var yfirboðin í tvígang þar til ég hafði loks betur og á nu flottari íbuð en ég þorði að vona og við fluttum þangað í lok juní.
Stelpurnar byrjuðu í skóla og leikskóla hérna í haust og líkar frábærlega sérlega þar sem við ætlum að bua hérna áfram og ekki flytja strax næsta sumar. Í Október fór ég til Ameríku með Ingu, Hlyni, Döddu og Halldóri og við versluðum og borðuðum góðan mat eins og enginn væri morgundagurinn Tveim dögum eftir að ég kom heim byrjaði ég í nýrri vinnu í Sandgerði hjá IMBT og þar vinn ég nuna með 2 pólverja undir mér að bua til ýmsa skrítna hluti. Svo í lok okt keypti ég mér nýjan bíl svo þið sjáið mig ekki lengur á Pinkmobile. Ég keypti mér rauðan Chevrolet Aveo sem er bara æði.
Þá eru flestir merkustu viðburðir þessa árs komnir á blað og ég verð að segja með sanni að ég hef aldrei upplifað annað eins ár, ný íbuð, bíll,vinna, sveinspróf og 2 utanlandsferðir! Svo urðu skotturnar 3 og 7 ára á árinu og ég 27!! Ég hlakka til næsta árs og vona að það verði aðeins viðburðaminna en þetta en þeir sem þekkja mig vita að það er aldrei lognmolla í kringum mig svo það er ávallt eitthvað að frétta hehe ... kannski finn ég mér bara kall á næsta ári?!?!? Hver veit, en mér líður annars óskaplega vel einni með stelpurnar, komin í öryggi í eigin husnæði og ekkert vesen.
Ég vil óska ykkur gleði og gæfu á nýja árinu og þakka fyrir góðu stundirnar á árinu sem er að líða.
Bloggar | 30.12.2007 | 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)