Hefur einhver fundið bananann minn??

Ég vaknaði allt of seint í morgn líkt og ávallt! 7:10 garrrgg!! Ríf mig á lappir og hendist í buxur og sokka áður en ég vek eldra skrípið, kveiki ljósið; GÓÐANN DAGINN MÍA!!!! Krakkagreyið sem sefur alveg upp í rjáfri í hárri koju með ljósið beint í augun-rís upp svefnmygluð og pírð.. Mmm góðan daginn mamma. Finn í flýti til fötin hennar og hun klæðir sig meðan litla dýrið leyfir mér náðarsamlegast að klæða sig þó hun sé ekki ennþá buin að opna augun. Þær bursta tennurnar meðan taugaveiklaða mamman klæðir sig og hefur til nesti.  Æ já! Ég verð líka að taka til nesti handa mér, hugsaði ég í flýtinum með tannburstann í munninum og krakkagormarnir að klæða sig í utifötin! Fer í illalyktandi vinnuulpuna sem engu að síður var aðeins notuð einu sinni í síðustu viku því hun tekur 3 daga í þvotti eða þurrki öllu heldur. Tek drykkjarjógurtið og treð í botnlausa vasana ásamt eitt stykki banana. Ég gjóa augunum á klukkuna á leiðinni ut ur dyrunum... sjukket mar klukkan er bara korter í 8. MÆ GOD það er allt á kafi!! Sé pólverjagrey sem býr í husinu grípa skóflu og moka fráganginn á blokkinni eins og trylltur maður .. þegar ég nálgast sé ég að hann er að flýta sér áður en við komum! -Goðððan daghh vildu aþþ égh moki fráh bíllinn þínn??  Ég svara í flýti.. ehh nei nei takk samt kærlega og set upp falskt bros.  Allavega.... tæpum 45 mín síðar - er ég loksins komin í vinnuna þar sem Njarðvíkingar, þrátt fyrir að vera utan af landi kunna alls ekki að keyra í snjó!

Vá allt á kafi í Sandgerði líka og bílastæðin aðeins fær jeppum. Pólsku kjánarnir voru þarna; Knoll og Tott og þeim vantar tómt fiskikar... ok ok ... það var ekki svo auðsótt í öllum snjónum.. Æji notið bara þetta þarna segi ég og bendi á stálkar sem var þarna inni. Já!!! Tott rýkur í lyftarann hendir karinu upp á gafflana og brunar inn í næsta snjóskafl!!!!! WHAT!!?!?!?!      Ég fer til hans nett pirruð og spyr hvern anskotann hann sé að gera!!!!!! Ju hann ætlaði bara að ryðja planið! MEÐ LYFTARA??? OG TÓMu KARI!! Já sæll!!!  ohh jæja.. og þarna vorum við 2 í skær gulum pollagöllum og ein kella gjörsamlega að snjóa í kaf að reyna ná fjandans lyftaranum ur skaflinum!!!! Bwahhh til að gera langa sögu stutta þá tók það langann tíma hahahaha.. og svo þegar ég var orðin rennblaut í gegnum gallabuxurnar og strigaskóna fór ég upp og ætlaði að fá mér kaffibolla. Ég tek upp ur vösunum og hvað??? HVAR ER BANANINN MINN????????? Hann hefur ekki fundist ennþá þrátt fyrir mikla leit í sköflum Sandgerðisbæjar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrakfallabálkur og það eru of margir pólverjar í kringum þig.

Siggi (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Sæunn Valdís

úfff ég alveg fékk tár í augun af hlátri :)

 Vonandi finnuru ekki bananann inní fóðrinu :)

Sæunn Valdís, 22.1.2008 kl. 12:30

3 Smámynd: Dísa Djöfull

ég fann bananann þinn í dag.. sem er ekki frásögu færandi nema hann var orðinn brúnn og linur.. ég borðaði bara einn bita. en sorry, vissi ekki að þú ættir hann:)

Dísa Djöfull, 22.1.2008 kl. 20:49

4 identicon

HEHE Sæunn það vona ég líka... og Heiðdís..skammastín!! Ég átti hann!!

Eyja (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband