Já Góðan daginn!!!
Ég er heima eins og er því það er starfsdagur í leikskólanum og við Hannes erum að skipta með okkur deginum. Ég hef hana fyrir hádegi og hann eftir hádegi.
Ég sá svo sorglega auglýsingu á barnalandi í gær þar sem kona var að auglýsa 10 vikna tík gefins þar sem hún ætti tíma í svæfingu í dag en ætlaði að prófa eina örvæntingarfulla tilraun að gefa hana. Til að gera langa sögu stutta þá tók litla dýravinahjartað mitt kipp og ég er að fara skoða hana á eftir. Svo kannski verður komin ein enn stelpan á heimilið fyrir hádegi í dag. En við sjáum til.
Óttar er fyrir austan. Það á að jarða ömmu hans á morgun á Egilsstöðum svo ekki verður hann með mér á afmælinu, en þar sem ég á svo frábærar vinkonur þá ætla þær að taka mig út að borða og kannski smá djamm á eftir híhí. Spennandi....
Mig langar að benda ykkur á könnunina hér til hægri á síðunni.
Nenni ekki að blogga meira...
Athugasemdir
Fékkstu hundinn?
Tattooine, 25.4.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.