Mér finnst alveg merkilegt hvað maður dettur í og úr bloggstuði. Stundum er ég svo frjó að ég er komin með efni í aðra færslu um leið og ég ýti á vista takkann og stundum er ég alveg blanco, algjör flatliner sem dettur ekkert í hug. Ferlega skoplegur pistill sem ég las aftan á Fréttablaðinu í dag, þar er dama að tala um góðæri og talar um öll 5 páskaeggin sem hún fékk þessa páskana og í kreppunni á hún líklega bara eftir að fá eitt á næsta ári!! Ég keypti 6 páskaegg en aðeins eitt þeirra var fyrir mig og 2 þeirra fyrir dæturnar. Þær fengu sitt hvort eggið og ekkert vesen. Enginn fékk illt í magann, enginn fékk tannpínu eða aðra góðærispest.
En vitiði að allar þessar umræður um hækkandi stýrivexti, kreppu og 20% hækkun á matvælaverði eru að gera mig stressaða. Núna bara þori ég ekkert að eyða peningunum mínum. Ekki það að ég syndi í þeim eins og Jóakim Aðalönd en ég er svakalega fegin að hafa gert mínar stóru fjárfestingar á síðasta ári. Ég væri ekki til í að vera fara versla mér íbúð, bíl eða annað því um líkt núna.
Oh svolítið týpískt fyrir mig í gær þegar ég var mætt í fermingarveisluna hennar Anítu og búin að stilla fermingarbarninu upp við veisluborðið og ætlaði að taka mynd..... BATTERÍSLAUS!!! Já fröken Eyja stóð í þeirri trú að myndavélin væri bara með fullt batterí (var það deginum áður þegar hún fór í töskuna) var bara með batteríslausa myndavél og gat ekki tekið eina einustu mynd í veislunni. Veislan var annars æðislega flott, virkilega góður matur og Aníta var svooo fín og sæt. Þetta var rosalega skemmtilegt! Aftur til hamingju Aníta mín!!
Svo fékk ég hringingu í gærkveldið frá Ástralíu. Þá var það einn eigenda fyrirtækisins með hræðilegar fréttir... Gámfjandinn sem við vorum búin að framleiðia olíu í og undirbúa allt þetta ár hafði komið lekur í höfn í Skotlandi!! Jiii og himininn hrundi næstum, ég fór í tölvupósthólfið mitt og sá þá reiði póst frá sölumanninum og sagði að þetta væri heldur betur mér að kenna þar sem ég innréttaði gáminn!! Ó boy þriggja mánaða vinna í ekkert!! Svo í morgun þá hringir Samskip í Skotlandi og lætur vita að það var barasta ekkert að gámnum!!! WHAT?!?!?! Vá ég var svo fegin. Skil ekki svona.
Well nóg um raus, þar til næst...
Athugasemdir
Ég þori varla að eyða mínum péns heldur! Útlönd á morgun og ég er ekki að tíma að fara í banka og skipta í gjaldeyri
Sem minnir mig á það, vantar Míu e-ð sérstakt eða á ég bara að finna e-ð á hana? Hún sagði við mig að hún yrði mjög ánægð með allt sem hún fengi, þá vissi hún að einhver væri að hugsa til sín Litla krúttið!
Tattooine, 26.3.2008 kl. 11:13
Hehehe hún er algjör hjartabræðari þegar hún vill vera láta þessi pæja!! En hana vantar nú ekkert eitt sérstakt öll föt vel þegin ef þú sérð eitthvað ódýrt og sniðugt Jú annars ef þú sérð spari sokkabuxur hvítar eða bleikar eða skófatnað... þá er það kannski það helsta sem vantar.
Takk æðislega
Bjarkey Björnsdóttir, 26.3.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.