Leti jól!!!

Þá er næst síðasti dagur ársins runninn upp og ég er að líta yfir liðið ár og þetta hefur verið alveg magnað ár!! Ég ætla aðeins að líta yfir farinn veg með ykkur.

Ég man nu ekki eftir öllu en fyrsta markverða á þessu ári var Danmerkurferðin í Apríl þar sem ég sá Stuðmenn og Sálina og auðvitað var verslað helling og haft það gaman. Og þarna gerðist svolítið stórmerkilegt!! Ég byrjaði að drekka bjór aftur eftir 6 eða 7 ára pásu hehe. Reyndar hélt ég smá afmælisteiti þegar ég átti afmæli og kom fullt af fólki og ég fékk helling af pökkum! Ég elska pakka Grin

Svo held ég að næsta markverða sé blessaða sveinsprófið en það gekk nu ekkert sérlega vel til að byrja með þar sem stykkið féll ur patrónunni og allt fór til andskotans en ég náði þó svo ég hafi komið heim hágrátandi síðasta daginn og aumingja börnin og Perla reyndu að hugga mig, ég hef sjaldan orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með sjálfa mig. Ohh jæja ég náði þó með ágætiseinkunn.

Svo var mér tilkynnt af konunni sem leigði mér á Sléttahrauninu að hun væri buin að selja íbuðina og þar sem leigusamningurinn væri hvort eð er að renna ut gæti ég þá ekki flutt ut mánuði fyrr en ella. Ju ég sættist á það en var samt ekki mjög sátt þar sem þessi kona var nu ekki besti leigusali í heimi, en nóg um það. Svo ég var í vandræðum, hvar átti ég að bua og ég ætlaði sko ekki að setja mig á hausinn og mig langaði ekki að færa stelpurnar enn einu sinni um skóla. Gréta fyrrverandi tengdó var nýflutt í Njarðvík og við höfðum nokkrum sinnum heimsótt hana og fannst bærinn sætur og rólegur svo ég fór að skoða íbuðir þar því íbuðarverðið var mikið betra en í bænum og sér í lagi Hafnarfirði. Og í maí , helgina fyrir sveinspróf gerði ég tilboð en ég var yfirboðin í tvígang þar til ég hafði loks betur og á nu flottari íbuð en ég þorði að vona og við fluttum þangað í lok juní.

Stelpurnar byrjuðu í skóla og leikskóla hérna í haust og líkar frábærlega sérlega þar sem við ætlum að bua hérna áfram og ekki flytja strax næsta sumar. Í Október fór ég til Ameríku með Ingu, Hlyni, Döddu og Halldóri og við versluðum og borðuðum góðan mat eins og enginn væri morgundagurinn W00t  Tveim dögum eftir að ég kom heim byrjaði ég í nýrri vinnu í Sandgerði hjá IMBT og þar vinn ég nuna með 2 pólverja undir mér að bua til ýmsa skrítna hluti. Svo í lok okt keypti ég mér nýjan bíl svo þið sjáið mig ekki lengur á Pinkmobile. Ég keypti mér rauðan Chevrolet Aveo sem er bara æði. 

Þá eru flestir merkustu viðburðir þessa árs komnir á blað og ég verð að segja með sanni að ég hef aldrei upplifað annað eins ár, ný íbuð, bíll,vinna, sveinspróf og 2 utanlandsferðir! Svo urðu skotturnar 3 og 7 ára á árinu og ég 27!!      Ég hlakka til næsta árs og vona að það verði aðeins viðburðaminna en þetta en þeir sem þekkja mig vita að það er aldrei lognmolla í kringum mig svo það er ávallt eitthvað að frétta hehe ... kannski finn ég mér bara kall á næsta ári?!?!? Hver veit, en mér líður annars óskaplega vel einni með stelpurnar, komin í öryggi í eigin husnæði og ekkert vesen.

Ég vil óska ykkur gleði og gæfu á nýja árinu og þakka fyrir góðu stundirnar á árinu sem er að líða.

Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæunn Valdís

hún bloggar! Gleðilegt ár sömuleiðis :) Frábært hvað árið hefur gengið vel hjá þér og ég óska þér jafnvel ennþá betra árs (þó erfitt sé að toppa allt þetta!)

kveðja úr vestursíðunni

Sæunn og co. 

Sæunn Valdís, 30.12.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband