Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
1. Sjoppukjelling
2. Sorpukjelling
3. Slordrottning
4. Rennismiður
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:
1. Akureyri
2. Sauðárkrókur
3.Reykjavík
4. Njarðvík
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Shawshank Redemtion (ef það er skrifað svona)
2. Léon
3.Transformers
4. Fast and the Furious
Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:
1. Greys anatomy
2. So you think you can dance
3. Desperate houswives
4. Beauty and the geek
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
1. Harry Potter
2. Við urðarbrunn
3. Kolkusaga
4. Fuglastúlkan og maðurinn sem elti sólina
Matur sem er í uppáhaldi:
1. Hamborgarhryggur
2. Doritos kjúlli
3. Kjúklingapasta
4. Kjötfarsbollur í brúnni sósu með rabbabarasultu
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):
1. visir.is
2.mbl.is
3. facebook.com
4. myspace.com
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. USA
2. Danmörk
3. Hrafnsgerði
4. Akureyri
Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
1. USA
2. upp í rúmi
3. London
4. Heima hjá mömmu að borða kvöldmat.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
1.Lilja
2. Hlíf
3. Hallrún
4.Brynja
Bloggar | 19.9.2008 | 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Okey ég var búin snemma í vinnunni í gær og ég og skvísurnar fórum í sund og vorum þar í nærri 3 klst. Svo þegar við komum heim elduðum við og fengum okkur að borða. Svo fengu stelpurnar að horfa á mynd inni í herbergi og því fylgdi mikil læti og píkuskrækir því þær voru að leika sér svo mikið hehe... Svo allt í einu heyri ég skaðræðisvein!!! Mía kom hlaupandi fram með hendur fyrir augunum.. þá höfðu þær verið að leika með svona grip!! já það sprakk og gusaðist vökvinn í augun á henni. Við fórum auðvitað strax að skola... Mía organdi af sársauka, Þóra í móðursýkiskasti því henni brá svo og ég upp stressuð að reyna róa alla niður og skola augun á krakkanum. Svo hringi ég í læknavaktina og spyr hvort ég þurfi upp á slysó... JÁ DRÍFA SIG Á SLYSÓ segir hjúkkan... Mæ god... Þóru var hent í leggings og peysu, hún gripin í fangið berfætt í engum skóm og ruslað liðinu út í bíl! Svo fórum við á slysó og það var troðið einhverju plastlinsu í augað á Míu og látið drippa hálfur líter af saltvatni (held ég) og svo fékk hún sýklalyf í augun. Og núna er allt í gúddí. Bara heppni að ég veit hvernig á að bregðast við í svona aðstæðum. Við Þóra sátum svo og sögðum Míu söguna af Búkollu og fyndna Jaðarakanum ásamt einhverjum heimatilbúnum sögum sem Þóra kom með hehehe....
Svo foreldrar... hendið gömlum glowstickum!!! Þetta er ekkert grín. Augun eru svo mikilvæg og þetta er bölvað eitur.
Yfir og út!
Bloggar | 13.8.2008 | 12:12 (breytt kl. 12:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég held að það sé kominn tími á blogg, enda sumarfríið búið og rúmlega það. Ég ætla aðeins að segja ykkur hvað ég gerði í fríinu.
Ég byrjaði á því að skutla stelpunum norður til mömmu og pabba á miðvikudegi og svo fór ég suður á föstudeginum í afmælið hennar Heiðdísar. Það var bara skemmtilegt. Maður átti að mæta í fötum sem voru keypt í Rauðakrossinum eða Hjálpræðishernum og mæta í þeim. Þetta var hið skemmtilegasta afmæli. Sunnudeginum á eftir þann 20.júlí skruppum við Mímí til Natick MA, í ameríkuhrepp! Það var frábær ferð!! Þar versluðum við þar til kredidkortin bráðnuðu, lentum í þrumum og eldingum, borðuðum yndislega æðislega góðan mat og drukkum helling af kokteilum þar sem það var yfir 30 stiga hiti og þvílíkur raki. Þetta var eins og að fara í gróðurhús. En við eyddum nú mestum tímanum í loftkældum svæðum... þ.e Mollum og börum hahahaha.. Svo brunaði ég norður aftur á miðvikudeginum og var í viku. Það var alveg rosalega afslappandi og yndælt allt saman. Við stelpurnar fórum í sund á hverjum degi og í göngutúra með hundana upp um fjöll og fyrnindi.
Restinni af fríinu mínu eyddum við heima í Njarðvík við það sama og fyrir norðan. Sem sagt ótrúlega frábært frí!!
Nú svo byrjaði ég að vinna í síðustu viku og það er barasta ekki neitt að gera!! Við bara þrifum og erum ennþá bara að þrífa..... dæs... ferlega glatað! En samt þægilegt að byrja að vinna eftir frí í svona rólegheit. Í dag fór ég í gleraugnabúðina hér og valdi mér ný gleraugu og ætla að borga þau á Ljósanótt því þá er 30% afsláttur og það munar um það þegar maður notar svona rándýr gler í gleraugun.
Well ekki mjög skemmtilegt blogg svo sem.. en ég bloggaði þó
Bloggar | 11.8.2008 | 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í SUMARFRÍÍÍÍÍ!!!!! dísús.. ég hef sjaldan beðið eins mikið eftir sumarfríinu mínu. Eflaust vegna þess að Perla sis og Elsa vinkona eru komnar í sumarfrí og mig langar líka!!! Annars er veðrið nú ekki til að hrópa húrra fyrir .. ég sit og skelf hérna það er svo kalt!!
Perla er búin að vera í bænum síðan á laugardaginn og fer næsta laugardag. Við erum búnar að eyða smá peningum í föt og annað. Ég fór á útsölu í Debenhams og keypti mér klikkaða kápu á 70% afslætti. Heyrðu já svo fékk ég smá flipp í gær , keypti mér hárlit og aflitaði á mér hárið!!! HAHAHA ég er ljóshærð vííí þetta er alveg ný tilfinning og ég fæ nett sjokk í hvert sinn sem ég álpast nálægt spegli hehehe , ég myndi sýna ykkur mynd en ég bara elska að sjá svipinn á fólki sem sér mig í fyrsta skiptið svona hahaha . Ég mætti í vinnuna með derhúfu og reif hana svo af mér og Siggi vinnufélagi minn bara Vá þetta er flott!! Svo settist ég á kaffistofuna og Sebastian kom á öðru hundraðinu og horfði á mig í smástund og svo hann var smástund að týna andlitið upp af gólfinu heheh.. þetta er svo gaman..
Ég hef verið eitthvað andlaus við bloggskrif en ég skal fara að vera duglegri ég lofa hehe
Bloggar | 3.7.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athugið að við erum með þetta við eyrað allan daginn!!! Hvað ætli séu margar heilasellur búnar að poppast í meðal íslending???
Bloggar | 18.6.2008 | 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mía er fyrir norðan hjá mömmu og búin að vera síðan á fimmtudag. Rosaleg viðbrigði eru þetta. Þóra reyndar fíleflist og talar á við 14 manns og sprellar endalaust. En það er ekkert rifrildi, engin skaðræðisvein eða annað sem fylgir systkinakarpi. Ég er öll að koma til eftir heiftalega sýkingu sem ég fékk á föstudaginn. Ég ét 3 hrossagöndla af sýklalyfjum á dag og íbúfen með, núna síðustu 2 daga hef ég ekki tekið verkjalyfin og fyrst núna er ég farin að sjá í gegnum lyfjaþokuna. Mikið er ég fegin að þurfa ekki að vera á verkjalyfjum dags daglega þetta er hryllingur. Það var eins og ég hefði vaknað um kaffileytið í dag. Ég varð bara ofurhress og gat hugsað skýrt. Ferlega fyndin upplifun. En nóg um það.
Ég fór með Þóru á leikskólann um 10 leytið í morgun og ákvað að taka Skottu, skítapoka og hundanammi líka, þegar ég var búin að fara með Þóru þá fórum við Skotta upp á gamla baseballvöll á gamla varnarsvæðinu þar sem er hundasvæði núna. Ég fór að henda bolta svo ég þyrfti sem minnst að hreyfa mig sjálf. Svo fórum við að æfa kúnstirnar hennar. Núna þá kann hún nokkrar skipanir. Sestu og leggstu en þær hafa handahreyfingar líka. Sæktu og svo gefur hún manni hlutinn ef ég segi takk. Hún skilur orðið nei og niður líka. Mér finnst þetta nokkuð góður árangur meðað við aðeins 4 mánaða stubb. Eina vandamálið hennar er kyrr og svo slysast stundum smá hland á gólfið ... ég hata það reyndar..
Ég hef ekkert að segja annað. Ég er búin að vera rúmliggjandi svo lengi.
bæ í bili
Bloggar | 9.6.2008 | 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var að panta mér 4 seríur af þessu á Amazon.com hehe kostaði skít og ekkert því þetta er svo gamalt hehe
Bloggar | 7.6.2008 | 13:44 (breytt kl. 15:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mig langaði bara benda á nýju myndirnar sem eru komnar í albúmið, og ítreka að það var vín um hönd!!! Glataðar sumar myndirnar en það er bara of gaman að þeim til að deila þeim ekki heheheh
Þetta erum við sætu vinkonurnar Áslaug, Svava, Elsa og ég
Bloggar | 22.5.2008 | 23:45 (breytt kl. 23:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mamma mín er úr sveit, og síðan ég man eftir mér hefur alltaf verið boðið gestum upp á eitthvað þegar þeir koma í heimsókn til okkar. Það er bara settur bolli á borð fyrir gestinn og svo hellt upp á kaffi. Viltu kannski frekar kók? Vatn? og svo eru settar ýmsar kræsingar á borð mis vel úti látnar eftir því hvað er til á bænum. Ég var sjálf í sveit og þar var gestum líka boðið eitthvað. Ég hef tileinkað mér þessa siði og hef gert eins lengi og ég hef verið húsmóðir. Mínar vinkonur eru nú flestar úr sveit líka og allar bjóða þær upp á kaffi þegar maður kemur, óboðinn eða ekki. En eftir því sem ég kynnst fleiri borgarbúum og þá meina ég fólki sem er fætt og uppalið í borg þá er ég að fatta að þetta er alls ekki gert. Að bjóða upp á kaffi og með því er ekki eitthvað sem er sjálfsagt að allir geri. Manni er varla boðið inn fyrir nema þá inn í stofu og svo sitja allir bara og drekka... -EKKERT!! Vá sorry ég bara varð að blása yfir þessu, ég tek kannski betur eftir þessu þegar ég er flutt út í rassgat og er orðin sárlega kaffiþyrst þegar ég kem við á einhverjum bæjum í Reykjavíkinni.
Allavega sannar þetta það sem mér hefur alltaf fundist. Fólk utan af landi er einfaldlega betri mannkostum gætt muahahaha
Bloggar | 18.5.2008 | 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jarðarförin hans afa var í gær. Skrítið hvað maður fær einskonar lokun á sorgina þegar jarðarförin er afstaðin, ekki að maður hætti að sakna viðkomandi eða neitt svoleiðis. Heldur manni er einhvernveginn rórra. Takk fyrir allar samúðarkveðjurnar í færslunni á undan
Ég ætla samt ekkert að hafa þetta blogg neitt sorglegt!! Hjalti bróðir er að fara fermast á sunnudaginn og ættingjarnir eru að fara flæða norður heiðar, ég sé fyrir mér svona engisprettufaraldur HAHAHAHA nei djók.... Allavega þá er Þóra núna á hjóladegi í leikskólanum og er búin þar kl 10 þannig ég er bara að bíða eftir að hún sé búin svo rúlla ég af stað norður. Mikið hlakka ég til að vera komin þangað (hata ferðalagið) en ég fer héðan og í bæinn að sækja flatkökurnar í ömmubakstur, fermingargjöfina í búðina og Óla frænda til Veigu. Svo get ég lagt af stað hahaha....
En nóg af þvaðri ég verð að fara haska mér með draslið út í bíl...
Bless sjáumst flest á sunnudaginn!!!!
Bloggar | 8.5.2008 | 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)