Okey ég var búin snemma í vinnunni í gær og ég og skvísurnar fórum í sund og vorum þar í nærri 3 klst. Svo þegar við komum heim elduðum við og fengum okkur að borða. Svo fengu stelpurnar að horfa á mynd inni í herbergi og því fylgdi mikil læti og píkuskrækir því þær voru að leika sér svo mikið hehe... Svo allt í einu heyri ég skaðræðisvein!!! Mía kom hlaupandi fram með hendur fyrir augunum.. þá höfðu þær verið að leika með svona grip!! já það sprakk og gusaðist vökvinn í augun á henni. Við fórum auðvitað strax að skola... Mía organdi af sársauka, Þóra í móðursýkiskasti því henni brá svo og ég upp stressuð að reyna róa alla niður og skola augun á krakkanum. Svo hringi ég í læknavaktina og spyr hvort ég þurfi upp á slysó... JÁ DRÍFA SIG Á SLYSÓ segir hjúkkan... Mæ god... Þóru var hent í leggings og peysu, hún gripin í fangið berfætt í engum skóm og ruslað liðinu út í bíl! Svo fórum við á slysó og það var troðið einhverju plastlinsu í augað á Míu og látið drippa hálfur líter af saltvatni (held ég) og svo fékk hún sýklalyf í augun. Og núna er allt í gúddí. Bara heppni að ég veit hvernig á að bregðast við í svona aðstæðum. Við Þóra sátum svo og sögðum Míu söguna af Búkollu og fyndna Jaðarakanum ásamt einhverjum heimatilbúnum sögum sem Þóra kom með hehehe....
Svo foreldrar... hendið gömlum glowstickum!!! Þetta er ekkert grín. Augun eru svo mikilvæg og þetta er bölvað eitur.
Yfir og út!
Flokkur: Bloggar | 13.8.2008 | 12:12 (breytt kl. 12:14) | Facebook
Athugasemdir
uss, uss, uss, ekki gaman að þessu! Svona er þetta bara, hættur á heimilum og allt það. Maður getur sennilega seint hent öllu sem hægt er að slasa sig á út!
PS. Sjúklega gott súkkulaði sem þú gafst mér (þó ég hefði ekki gott af því, hehe!)
Hlíf (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:10
Oh my god... þetta hefur ekki verið skemmtileg lífsreynsla.
Brynja (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.