Ég held að það sé kominn tími á blogg, enda sumarfríið búið og rúmlega það. Ég ætla aðeins að segja ykkur hvað ég gerði í fríinu.
Ég byrjaði á því að skutla stelpunum norður til mömmu og pabba á miðvikudegi og svo fór ég suður á föstudeginum í afmælið hennar Heiðdísar. Það var bara skemmtilegt. Maður átti að mæta í fötum sem voru keypt í Rauðakrossinum eða Hjálpræðishernum og mæta í þeim. Þetta var hið skemmtilegasta afmæli. Sunnudeginum á eftir þann 20.júlí skruppum við Mímí til Natick MA, í ameríkuhrepp! Það var frábær ferð!! Þar versluðum við þar til kredidkortin bráðnuðu, lentum í þrumum og eldingum, borðuðum yndislega æðislega góðan mat og drukkum helling af kokteilum þar sem það var yfir 30 stiga hiti og þvílíkur raki. Þetta var eins og að fara í gróðurhús. En við eyddum nú mestum tímanum í loftkældum svæðum... þ.e Mollum og börum hahahaha.. Svo brunaði ég norður aftur á miðvikudeginum og var í viku. Það var alveg rosalega afslappandi og yndælt allt saman. Við stelpurnar fórum í sund á hverjum degi og í göngutúra með hundana upp um fjöll og fyrnindi.
Restinni af fríinu mínu eyddum við heima í Njarðvík við það sama og fyrir norðan. Sem sagt ótrúlega frábært frí!!
Nú svo byrjaði ég að vinna í síðustu viku og það er barasta ekki neitt að gera!! Við bara þrifum og erum ennþá bara að þrífa..... dæs... ferlega glatað! En samt þægilegt að byrja að vinna eftir frí í svona rólegheit. Í dag fór ég í gleraugnabúðina hér og valdi mér ný gleraugu og ætla að borga þau á Ljósanótt því þá er 30% afsláttur og það munar um það þegar maður notar svona rándýr gler í gleraugun.
Well ekki mjög skemmtilegt blogg svo sem.. en ég bloggaði þó
Athugasemdir
YAAAAAAYYYYY BLOGG!!
Perla sis (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 05:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.