6 og hálfur vinnudagur.....

Í SUMARFRÍÍÍÍÍ!!!!! dísús.. ég hef sjaldan beðið eins mikið eftir sumarfríinu mínu. Eflaust vegna þess að Perla sis og Elsa vinkona eru komnar í sumarfrí og mig langar líka!!! Annars er veðrið nú ekki til að hrópa húrra fyrir .. ég sit og skelf hérna það er svo kalt!!

Perla er búin að vera í bænum síðan á laugardaginn og fer næsta laugardag. Við erum búnar að eyða smá peningum í föt og annað. Ég fór á útsölu í Debenhams og keypti mér klikkaða kápu á 70% afslætti.   Heyrðu já svo fékk ég smá flipp í gær , keypti mér hárlit og aflitaði á mér hárið!!! HAHAHA ég er ljóshærð vííí þetta er alveg ný tilfinning og ég fæ nett sjokk í hvert sinn sem ég álpast nálægt spegli hehehe , ég myndi sýna ykkur mynd en ég bara elska að sjá svipinn á fólki sem sér mig í fyrsta skiptið svona hahaha . Ég mætti í vinnuna með derhúfu og reif hana svo af mér og Siggi vinnufélagi minn bara Woundering Vá þetta er flott!!  Svo settist ég á kaffistofuna og Sebastian kom á öðru hundraðinu og horfði á mig í smástund og svo W00t hann var smástund að týna andlitið upp af gólfinu heheh.. þetta er svo gaman..

Ég hef verið eitthvað andlaus við bloggskrif en ég skal fara að vera duglegri ég lofa hehe

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband