Mamma mín er úr sveit, og síðan ég man eftir mér hefur alltaf verið boðið gestum upp á eitthvað þegar þeir koma í heimsókn til okkar. Það er bara settur bolli á borð fyrir gestinn og svo hellt upp á kaffi. Viltu kannski frekar kók? Vatn? og svo eru settar ýmsar kræsingar á borð mis vel úti látnar eftir því hvað er til á bænum. Ég var sjálf í sveit og þar var gestum líka boðið eitthvað. Ég hef tileinkað mér þessa siði og hef gert eins lengi og ég hef verið húsmóðir. Mínar vinkonur eru nú flestar úr sveit líka og allar bjóða þær upp á kaffi þegar maður kemur, óboðinn eða ekki. En eftir því sem ég kynnst fleiri borgarbúum og þá meina ég fólki sem er fætt og uppalið í borg þá er ég að fatta að þetta er alls ekki gert. Að bjóða upp á kaffi og með því er ekki eitthvað sem er sjálfsagt að allir geri. Manni er varla boðið inn fyrir nema þá inn í stofu og svo sitja allir bara og drekka... -EKKERT!! Vá sorry ég bara varð að blása yfir þessu, ég tek kannski betur eftir þessu þegar ég er flutt út í rassgat og er orðin sárlega kaffiþyrst þegar ég kem við á einhverjum bæjum í Reykjavíkinni.
Allavega sannar þetta það sem mér hefur alltaf fundist. Fólk utan af landi er einfaldlega betri mannkostum gætt muahahaha
Athugasemdir
Heir heir það er sko til í þessu! Endilega kíktu í kaffi til mín! Þessi setning er greinilega ekki að virka hjá borgurunum.
Hallrún (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:42
Við borgarbörnin hittumst á kaffihúsi Ég á ekki einu sinni gestavæna kaffikönnu hérna heima (ætti að skammast mín, ég veit)
En ég viðurkenni samt alveg að það er voðalega notalegt að fara heim til einhvers og það er boðið upp á kaffi, ég þarf bara að vera duglegri í þessu sjálf..
Tattooine, 19.5.2008 kl. 23:15
HAHAHA.... Þetta var nú ekki beint til þín Begga mín! En ætli það sé ekki rétt, borgarbúar hittast á kaffihúsi. En það er bara ekki það sama... Þá þarftu líka að eiga peninga hehe ..
Bjarkey Björnsdóttir, 19.5.2008 kl. 23:57
Hehe tók þessu nú ekki beinlínis til mín en þetta fékk mann samt til að hugsa
Tattooine, 20.5.2008 kl. 10:16
Ha, ha! Góður þessi! Þú getur sko treyst á að fá kaffi hjá mér í Eikarlundinum ef þú átt leið um Akureyri síðsumars :)
Hlíf (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.