Svona er þetta

Ég er búin að reyna að skrifa bloggfærslu í smá tíma. Yfirleitt enda ég á að slökkva á vafranum áður en hún klárast, færslan þ.e.

Ég fór til afa á laugardaginn síðasta, það var erfitt en ég er fegin að hafa farið og kvatt hann. Hann lést svo á miðvikudagskvöldið. Ég er svo tóm. Ég kann ekki að lýsa þessu. En kistulagningin er á þriðjudaginn og jarðarförin á miðvikudaginn.  Ýmsar minningar poppa upp í hausinn á manni þegar einhver kveður. Þegar ég var 13 ára í Breiðholtsskóla þá var ég með folann minn í hesthúsi hjá afa. Mér leiddist í skólanum, nýflutt og þekkti fáa. Ég passaði eiginlega ekki inn í því ég var svo mikill lúði. Jú þá var gott að geta farið í hesthúsin sem í minningunni var á hverjum degi, en ég stórefa það því ég var jú 13 ára gelgja. Þarna vorum við afi, hann bjó til kaffi og vildi endilega láta mig drekka og svo var oft eitthvað góðgæti sem amma hafði bakað á boðstólnum. Afi kenndi Gjafari folanum mínum að drekka lýsi úr tappa, heilsa og ýmis trix eins og hann væri hundur. Mér þótti það ótrúlega skemmtilegt. Hann kom með allskonar gullmola sem mig langar að halda fyrir mig. En þetta var skemmtilegur vetur.   Ég fór með Skottu til ömmu í gær og henni þótti svo ótrúlega gaman að sjá hvolp! Það hreinlega lifnaði yfir ömmu gömlu.  Við verðum að koma oftar með gerpið og leyfa ömmu að fylgjast með henni Smile

Verið góð við hvort annað því maður veit ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tattooine

Sendi ykkur samúðarkveðjur...

Tattooine, 3.5.2008 kl. 15:30

2 identicon

samúðarkveðjur bjarkey mín

Svala Hjalta (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:22

3 identicon

Ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur Bjarkey mín, skil þig vel að vera tóm. Gott að dreifa huganum og sína ömmu þinni hvolpinn :)

Hallrún (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 19:43

4 identicon

Já ég gleymdi að segja, ég man eftir að hafa farið með ykkur afa þínum einu sinni í hesthúsin og mér er minnistæðast eins og það hafi gerst í gær að hann kenndi okkur hvernig við ættum að keyra bíl þegar við værum komnar með bílpróf. Hann nelgdi bílnum niður og við hentumst framm í beltin og sagði svo svona eigið þið ekki að hægja niður bíl heldur svona... og hægði þá bílin mjög mjúklega niður að maður fann ekki fyrir því. Ég hef oft hugsað um þetta þegar ég hægji niður áður en ég tek beyju. Ég hef sem sagt bara verið 10 ára :)

Hallrún (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 19:52

5 Smámynd: Bjarkey Björnsdóttir

Vá ég hugsa alltaf um þetta þegar þegar ég þarf að nauðhemla!!!! Hann sagði nefnilega svo skemmtilega. " Það er hægt að nauðhemla mjúklega" Gaman að svona gullmolum.

Bjarkey Björnsdóttir, 4.5.2008 kl. 20:33

6 identicon

Innilegar samúðarkveðjur til þín og stelpnanna. Það er á svona stundum sem maður gerir sér grein fyrir hvað lífið er dýrmætt og minningarnar líka. Maður hefur alltaf minningarnar þótt fólk hverfi á braut.

Hlíf (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband