Ég ætla að lauma inn vísu sem ég hef einhverntíma möndlað þegar dæturnar hafa verið að gera mig gráhærða...
Börnin standast tímans tönn
taumlaust stolt og gleði
Aldrei standast boð og bönn
brátt ég fer á geði!!!
Já annars ætti ég að semja vísu um þetta blessaða veðurfar hérna á íslandi. Er það eðliegt að hafa ekki komist 3 daga í vinnu á þessu ári vegna veðurs???
Ég tók því rólega í morgun þegar ég heyrði 3-4 bíla spólandi hérna fyrir utan um hálf 8 leytið og beið róleg þar til gatan var mokuð. Svo skellti ég mér og skottunum út í hríðina, henti þeim inn í bíl eftir að vera búin að moka frá bílhurðunum, setti bílinn í gang og byrjaði að moka (án djóks MOKA) af bílnum, klofaði snjóinn upp á mið læri og hugsaði versu klikkuð ég væri að reyna þetta á litla sæta Aveonum mínum. Allavega þá tók það mig 10 mínútur í bakka, áfram, bakka, áfram þar til ég komst út úr stæðinu sem nóta bene er við veginn. Svo skutlaði ég skvísunum gallaklæddu á sína staði og tók eftir því að ég var að verða bensínlaus!! Ég blótaði hátt, sem var að sjálfsögðu í lagi þar sem engin börn voru viðstödd, þrusaðist á bensínstöðina þar sem ég hitti einhverja Sandgerðinga og þeir vöruðu mig við því að fara yfir Sandgerðisheiðina.... Hlustar Bjarkey einhverntíma á viðvaranir??? Nibb ekki til í mínum orðaforða.
Ég lulla af stað inn í kófið og þegar ég er komin við flugvallarhringtorgið hringi ég í Sigga yfirmann minn og segi honum að ég sé ekki alveg að fíla þetta, hann segir mér að snúa við..... NEI BJARKEY SNÝR EKKI VIÐ!!! Svo ég held áfram þar til ég sé blá blikkandi ljós fyrir framan mig... og fullt fullt af bílum í einni kös í riiissa stórum skafli. Ég stoppa og finn hvernig bíllinn byrjar að súnka niður í skaflinn... ó mæ ó mæ.. ég þruma bílnum í bakkgír og hendist af stað, aftur á bak. Sé ekki rassgat svo ég skrúfa rúðuna niður og góni út í hríðina. Ég bakka einhverja 200 metra og get snúið við , VÍÍÍÍ . Hringi í Sigga og segi honum tíðindin. Siggi var búinn að hanga í 20 mín við Vogaafleggerann fastur og þar sem hann býr á Kjalarnesi þá var hann í heildina 2 og hálfann tíma heim til mín. Þar fengum við okkur kaffi og bakkelsi áður en hann fór aftur af stað.
Svona er Ísland í dag. Eða að minnsta kosti Suðurnesin.
Flokkur: Bloggar | 7.2.2008 | 12:37 (breytt 8.2.2008 kl. 11:00) | Facebook
Athugasemdir
þetta er alveg glórulaust
svala h (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:21
Hahaha... hvað er glórulaust? veðrið eða vísan?
Bjarkey Björnsdóttir, 8.2.2008 kl. 10:58
aðalega veðrið, vísan er fín
svala h (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.