Jæja ekki hafa nú mörg orð verið rituð á þessa blessuðu síðu síðan hún var gerð en nú ætla ég að reyna að pikka inn nokkrar línur. Tölvan mín fór í mótþróa og hætti að leyfa mér að gera U já það er nú nokkuð mikilvægur takki... Jæja svo fékk ég nýjan rouder þar sem hinn var barasta eitthvað gallaður og þá hoppaði u-ið inn aftur og tölvan tók við sér sem aldrei fyrr en þá var ég bara orðin afhuga blessaðri tölvunni því að Hannes lét okkur hafa myndlykilinn sinn og er ég því föst í ýmsum þáttum á stöð 2, sirkus og öðrum stöðvum hehe
En það voru kostningar síðustu helgi hér í Hafnarfirði. Hafnfirðingar fengu jú að kjósa hvort yrði af stækkun eða breytingu deiliskipulagi í álverinu í Straumsvík. Ég fylltist ábyrgðartilfinningu og las alla bæklingana, pésana og dreyfirritin sem hrúguðust í póskassann hjá mér á degi hverjum, kynnti mér málið eins vel og ég gat. En málið er bara að það eru hryllilega margir kostir og gallar bæði við já-ið og nei-ið. Well þegar ég var búin að lesa bréf frá bændum við Þjórsá þar sem þeir töluðu um að það yrði virkjað á bæjarhlaðinu hjá þeim og það yrði fimmta virkjunin í einni sýslu þá var það endanlega ákveðið.. ég bara varð að segja nei við þessu breytta deiliskipulagi. Jú ég mætti prúðbúin á kjörstað í Víðistaðaskóla ásamt múgi og margmenni og kaus NEI!!! Ein pæling samt... afhverju tók Rannveig Rist sig ekki til og í stað þess að auglýsa svona grimmt og reyna að kaupa okkur Hafnfirðingana með gjöfum afhverju fengum við ekki bara ávísun í pósti, og litla klausu um að hún ætlaði ekki að auglýsa neitt og gefa okkur peninginn sem hún hefði notað í auglýsingar. Við hefðum örugglega fengið 10 þúsund á mann!!!!
Svolítið fyndið að það hafi verið uppi vangaveltur um að 700 manns hafi flutt lögheimili sín í Hafnarfjörð til að kjósa gegn álverinu. Gat fólk ekki alveg eins verið að kjósa með álverinu?? Allavega þá hefur hann Lúðvík bæjarstjóri leiðrétt þessi mál. Það hafa aðeins 300 og eitthvað manns flutt lögheimili sín inn í Hfj síðan 1.des og mikið af því fólki eru börn og útlendingar sem hafa hvort eð er ekki kostningarétt.
Annars að öðrum kostningum (mikið er ég orðin pólitísk hehe) Við stelpurnar fórum í Kringluna í fyrradag sem er í raun ekki frásögu færandi nema að við gengum fram á mann sem gaf okkur framsóknar tópas, framsóknar súkkulaði og framsóknar blöðrur. Svo ekki löngu síðar er bankaði í mig og ég spurð hvort ég vilji nýja uppskrift af Íslandi?? Ha segi ég... "Nú ertu með lítið Ísland líka??" Og á okkur var hlaðið Samfylkingar páskaeggjum, með pólitískum málsháttum... Nýir vendir sópa stjórnarráðið best og Virkjum heilann - verndum náttúruna Gleðilega páska Samfylkingin..
Ég veit ekkert hvað ég á að kjósa í ár og ég veit ekki hvort ég á að hella mér út í sömu pælingar og þegar ég kaus í sambandi við álverið- fara að lesa allann þennan kreisý póst sem hrúgast inn um lúguna hjá manni.
Jæja ég læt þetta gott heita í bili... ég er að verða fjólublá af pólitískum skoðunum... (fjólublár er næstum eini liturinn sem ekki er orðinn pólitískur)
Flokkur: Bloggar | 6.4.2007 | 16:30 (breytt kl. 16:33) | Facebook
Athugasemdir
hugsa að það verði vinstri grænir hjá mér. eina liðið sem manni lýst e-ð á... fyrir utan hvað þetta eru miklir klámhundar. sjá klám í hvaða teiknimynd sem er..
Dísa Djöfull, 7.4.2007 kl. 15:25
Audda kýstu samfylkinguna kona
Matthias Freyr Matthiasson, 10.4.2007 kl. 14:26
Mér finnst skömm af því hvað ég er ópólitísk og ætla því að kynna mér málið og taka afstöðu til einhvers, svona einu sinni..
Berglind (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.