Hæ allir saman!!!
Ég er að velta fyrir mér að flytjast aftur norður á Akureyri. En ég er í svo mikilli togstreitu við sjálfa mig. Málið er að ég kom hingað suður í nám sem ég hef þegar lokið en er á námssamningi og lýk sveinsprófi vonandi í júní. Mía á alla sína vini hérna og var með megninu af krökkunum í bekknum í leikskóla, Þóra hefur bara verið á þessum leikskóla og líkar vel og pabbar þeirra eru hér. Ég hef rætt þennan möguleika við annan pabbann og hann bar sig ekkert á móti því en á eftir að tala við hinn... Ég á mikið af vinum hérna og þetta er að verða mitt heimili.
EN fjölskyldan mín er öll fyrir norðan og mér er farið að finnast leiðinlegt að geta ekki skroppið til mömmu í mat, farið á söngæfingar eða í kór á kvöldin og annað smálegt því ég hef ekki pössun. Æjjji svo er líka dýrara að búa í bænum en á Ak. Spurning hvort maður fái eitthvað vinnu sem rennismiður á Akureyri þar sem ég er nú kona!!! Meingallaður andskoti sem vantar einn útlim á..
What to do?? What to do?? Komið með comment!!! ÉG VIL KOMMENT Á ÞETTA!!!
Sorry vælið..ég er bara að reyna að fá víðari sýn á þetta..
Athugasemdir
þú veist mitt álit ég vil fá þig norður en ég skil vel að þú viljir samt ekki flytja aftur...en einsog ég segji það er bráðnauðsynlegt að hafa öryggisnet af fólki í kringum sig annað fer með geðheilsuna svo af þeirri ástæðu er akureyri skárri kostur en svo eru náttúrulega feðurnir (leik)skóli og vinir fyrir sunnan en börn kynnast öðrum börnum á stuttum tíma, það væri enginn heimsendir fyrir þær systur að flytja held ég. Fylgdu hjartanu og gerðu það sem þér þykir réttast ekki endilega hvað þig langar mest heldur það sem þú telur vera mestur hagur af fyrir fjölskylduna þína.
Sæunn Valdís, 12.2.2007 kl. 10:47
Hurru kona.....þetta er barasta bannað að hugsa svona!!!!
Matthias Freyr Matthiasson, 12.2.2007 kl. 14:22
en skil þig samt vel......maður kemur þá bara norður oftar......alltaf gaman að koma á akureyri
Matthias Freyr Matthiasson, 12.2.2007 kl. 14:23
Ég held að ég þurfi ekki að segja neitt... auðvitað vil ég fá þig norður, það væri einfaldlega best!! En þá veit ég að ég fer ekki næstum eins oft suður og mér finnst groovy að koma til þín í heimsókn suður.. Nei ég veit ekki, ég er á báðum áttum.. ég vil hafa þig fyrir sunnan því ég er ekki alveg að fíla akureyri í miklu magni eins og stendur en ef þú kemur norður þá hef ég ekkert þangað að gera... æji BAH ég veit ekkert hvað ég er að segja.. komdu bara norður!!!
Perla (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 11:38
ég held að þú ættir ekki að fara norður. burt séð frá allri eigingirni:) miðað við hvað akureyri er lítill bær og langt frá höfuðborginni þá held ég að þú myndir sjá eftir því eftir einhvern tíma:/
Dísa Djöfull, 13.2.2007 kl. 18:55
Það eru góðar og slæmar hliðar á öllum málum. Ekki gera neitt í snarhasti en þú hefur samt talað um það að flytja eitthvað. Ég er sammála Sæunni (sjá ofar). Skoðaðu málið vel og ef þú flytur skaltu vera búin að átta þig á því að þetta er stór breyting.
Gulli
Gulli (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 20:17
Hahahahah....já maður heil 5 ár......magnað.....þúrt æði
Matthias Freyr Matthiasson, 16.2.2007 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.