Ýmislegt á döfinni.

Góðann daginn gott fólk. Ég sit hérna myglaðri en brauðið í skápnum í eldhúsinu með abmólk og musli og er að reyna að hrista af mér stirðleikann. Ég var með 2 aukabörn í nótt, dætur Lilju vinkonu og þær eru nýorðin tveggja og að verða 7 ára. Þetta gekk ljómandi vel í gær og þær voru allar mjög þægar og tillitssamar, bara pínu háværar. En það er nú ekki svo slæmt. Nóttin var hell þar sem Andrea er vön að sofa í rimlarúmi og velti sér á alla kanta þannig ég er ferlega stíf í hálsinum .Crying

 

Í dag ætlum við að hitta pabba því hann er í bænum og svo förum við á skauta með Marel klukkan 18:15 sem verður vonandi gaman þar sem stelpurnar hafa hvorugar farið á skauta áður Tounge Svo er bara árshátíðin hjá marel næstu helgi!! Úff það verður ágætt. Ásdís systir hans Hannesar ætlar að mála mig og setja á mig neglur heheeh ÉG með neglur! Afar áhugavert að vita hvað þær haldast lengi hehehe..

 Svona í lokin þá langar mig að sýna ykkur svolítið kúl klikkið HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæunn Valdís

úff stundum les ég of hratt... ég las hannes ætlar að mála mig og setja á mig neglur...en skemmtu þér ofsavel bæði á árshátíðinni og skautum :D

Sæunn Valdís, 10.2.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband