Ég var að pæla. Ekki taka mikið mark á mér þar sem ég er í mjög skrítnu skapi. Kannski finnst mér þessi bloggfærsla út í hött á morgun...
Afhverju ætli það sé svona dýrt að búa á Íslandi? Afhverju er hæsta hlutfall af ungum mæðrum hér meðað við norðurlöndin? Afhverju er hlutfall einstæðra mæðra hér á landi meira en annarsstaðar? Einhversstaðar hlýtur að vera rót alls þessa. Finnst Íslendingum að lífið sé að hlaupa frá þeim og þess vegna eru þeir að eignast börn svona ungir? Hér er líka meira af ungum öryrkjum og öryrkjum vegna geðraskana. Erum við öll orðin svo klikkuð hérna?
æji ég veit ekki hvað ég er að pæla, held kannski áfram að pæla á morgun
ég er að hlusta á Desree og kissing you. Þetta lag setur mig alltaf í trans
Athugasemdir
jamm ég hef oft spáð í þessu sama...
Sæunn Valdís, 8.2.2007 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.