Færsluflokkur: Bloggar
Komið þið sæl og blessuð!!
Það var einhver að minnast á það við mig að það væri ferlega sorglegt hvað er langt síðan ég bloggaði. Kannski maður bara pillist í það aftur. Málið er bara það að mér finnst rooosalega pirrandi að pikka inn bloggfærslur þegar utakkann vantar alveg og ég þarf að ýta á ctrl og v í hvert skiptið sem mig vatar u og svo er space takkinn bilaður þannig að ég þarf stundum að tví eða þrí klikka á hann svo að það komi bil milli orða. En ég ætla að athuga hvað ég fæ mörg comment og svo skal ég íhuga að byrja aftur að blogga!!
Góðar stundir
Bloggar | 3.12.2007 | 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Guð minn góður!!! Ég bara verð ekki eldri!! Ég stal þessu af bloggsíðu hjá einhverri dömu en mægod!!Eruð þið að sjá svipinn með þessum tveim??? Bjarni Ben sem er í fraboði fyrir Sjálfstæðispakkið og svo Shrek þegar hann var buinn að drekka drykkinn Happily ever after.
Bloggar | 11.5.2007 | 02:06 (breytt kl. 02:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja ekki hafa nú mörg orð verið rituð á þessa blessuðu síðu síðan hún var gerð en nú ætla ég að reyna að pikka inn nokkrar línur. Tölvan mín fór í mótþróa og hætti að leyfa mér að gera U já það er nú nokkuð mikilvægur takki... Jæja svo fékk ég nýjan rouder þar sem hinn var barasta eitthvað gallaður og þá hoppaði u-ið inn aftur og tölvan tók við sér sem aldrei fyrr en þá var ég bara orðin afhuga blessaðri tölvunni því að Hannes lét okkur hafa myndlykilinn sinn og er ég því föst í ýmsum þáttum á stöð 2, sirkus og öðrum stöðvum hehe
En það voru kostningar síðustu helgi hér í Hafnarfirði. Hafnfirðingar fengu jú að kjósa hvort yrði af stækkun eða breytingu deiliskipulagi í álverinu í Straumsvík. Ég fylltist ábyrgðartilfinningu og las alla bæklingana, pésana og dreyfirritin sem hrúguðust í póskassann hjá mér á degi hverjum, kynnti mér málið eins vel og ég gat. En málið er bara að það eru hryllilega margir kostir og gallar bæði við já-ið og nei-ið. Well þegar ég var búin að lesa bréf frá bændum við Þjórsá þar sem þeir töluðu um að það yrði virkjað á bæjarhlaðinu hjá þeim og það yrði fimmta virkjunin í einni sýslu þá var það endanlega ákveðið.. ég bara varð að segja nei við þessu breytta deiliskipulagi. Jú ég mætti prúðbúin á kjörstað í Víðistaðaskóla ásamt múgi og margmenni og kaus NEI!!! Ein pæling samt... afhverju tók Rannveig Rist sig ekki til og í stað þess að auglýsa svona grimmt og reyna að kaupa okkur Hafnfirðingana með gjöfum afhverju fengum við ekki bara ávísun í pósti, og litla klausu um að hún ætlaði ekki að auglýsa neitt og gefa okkur peninginn sem hún hefði notað í auglýsingar. Við hefðum örugglega fengið 10 þúsund á mann!!!!
Svolítið fyndið að það hafi verið uppi vangaveltur um að 700 manns hafi flutt lögheimili sín í Hafnarfjörð til að kjósa gegn álverinu. Gat fólk ekki alveg eins verið að kjósa með álverinu?? Allavega þá hefur hann Lúðvík bæjarstjóri leiðrétt þessi mál. Það hafa aðeins 300 og eitthvað manns flutt lögheimili sín inn í Hfj síðan 1.des og mikið af því fólki eru börn og útlendingar sem hafa hvort eð er ekki kostningarétt.
Annars að öðrum kostningum (mikið er ég orðin pólitísk hehe) Við stelpurnar fórum í Kringluna í fyrradag sem er í raun ekki frásögu færandi nema að við gengum fram á mann sem gaf okkur framsóknar tópas, framsóknar súkkulaði og framsóknar blöðrur. Svo ekki löngu síðar er bankaði í mig og ég spurð hvort ég vilji nýja uppskrift af Íslandi?? Ha segi ég... "Nú ertu með lítið Ísland líka??" Og á okkur var hlaðið Samfylkingar páskaeggjum, með pólitískum málsháttum... Nýir vendir sópa stjórnarráðið best og Virkjum heilann - verndum náttúruna Gleðilega páska Samfylkingin..
Ég veit ekkert hvað ég á að kjósa í ár og ég veit ekki hvort ég á að hella mér út í sömu pælingar og þegar ég kaus í sambandi við álverið- fara að lesa allann þennan kreisý póst sem hrúgast inn um lúguna hjá manni.
Jæja ég læt þetta gott heita í bili... ég er að verða fjólublá af pólitískum skoðunum... (fjólublár er næstum eini liturinn sem ekki er orðinn pólitískur)
Bloggar | 6.4.2007 | 16:30 (breytt kl. 16:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1. Hefuru slegið einhvern í andlitið?
2. Hve gamall/gömul ertu?
3. Frátekin/n eða einhleyp(ur)?
4. Borðaru með höndunum eða notaru áhöld?
5. Dreymir þig á nóttunni?
6. Hefuru séð lík?
7. Hefuru óskað þess að einhver deyji?
8. Ertu að fíla Bush?
Nú þegar stöðluðu spurningarnar eru búnar, byrjum á góða stöffinu.
9. Hvaða speki hefuru á lífinu? Tekuru því of alvarlega?
10. Ef þú mættir gera hvað sem er með mér án þess að neinn fengi að vita af því. Hvað myndi það vera?
11. Treystiru lögreglunni?
12. Hlustaru á kántrí?
13. Hvað er þín besta minning sem þú átt með mér?
14. Ef þú gætir breytt einhverju í fari mínu, hvað myndi það vera?
15. Myndiru deita mig?
16. Í hverju sefuru? Engu bara
17. Hefuru pissað í sundlaug á meðan þú ert ennþá að synda?
18. Myndiru fela sönnunargögn fyrir mig?
19. Ef ég myndi deyja á morgun. Hvað myndir ÞÚ gera með mér í dag?
20. Hvað finnst þér best við mig?
21. Er ég hot?
22. Hvað er uppáháldsliturinn þinn?
23. Ef þú gætir vakið eina mannveru til lífsins frá dauðum, hver myndi það vera?
24. Segðu mér eina heimskulega / tilgangslausa staðreynd um þig.
25. Muntu endurpósta þessu svo ég geti svarað þér?
Bloggar | 1.3.2007 | 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég fór á árshátíð í gær. Það var rosalega gaman!!! Ég ætlaði bara að sýna ykkur hvað Ásdís gerði mig fína. Ég fékk gervineglur, förðun og hárgreiðslu.
Bloggar | 18.2.2007 | 13:33 (breytt kl. 13:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hæ allir saman!!!
Ég er að velta fyrir mér að flytjast aftur norður á Akureyri. En ég er í svo mikilli togstreitu við sjálfa mig. Málið er að ég kom hingað suður í nám sem ég hef þegar lokið en er á námssamningi og lýk sveinsprófi vonandi í júní. Mía á alla sína vini hérna og var með megninu af krökkunum í bekknum í leikskóla, Þóra hefur bara verið á þessum leikskóla og líkar vel og pabbar þeirra eru hér. Ég hef rætt þennan möguleika við annan pabbann og hann bar sig ekkert á móti því en á eftir að tala við hinn... Ég á mikið af vinum hérna og þetta er að verða mitt heimili.
EN fjölskyldan mín er öll fyrir norðan og mér er farið að finnast leiðinlegt að geta ekki skroppið til mömmu í mat, farið á söngæfingar eða í kór á kvöldin og annað smálegt því ég hef ekki pössun. Æjjji svo er líka dýrara að búa í bænum en á Ak. Spurning hvort maður fái eitthvað vinnu sem rennismiður á Akureyri þar sem ég er nú kona!!! Meingallaður andskoti sem vantar einn útlim á..
What to do?? What to do?? Komið með comment!!! ÉG VIL KOMMENT Á ÞETTA!!!
Sorry vælið..ég er bara að reyna að fá víðari sýn á þetta..
Bloggar | 12.2.2007 | 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég stal þessu af síðunni hennar Jóhönnu babe thanx
A : best kisser ever.
B : You like people.
C : You are really silly.
D : You like to drink.
E : Great in bed.
F : You are dead sexy.
G : You never let people tell you what to do.
H : You are Quirky
I : Great in bed.
J : People Adore you
K : You're wild and crazy.
L : Unbelievably great in bed.
M: You like to drink.
N: one in a million.
O: awesome kisser.
P : You are popular with all types of people.
Q : You are a hypocrite.
R : Fuckin crazy.
S : Easy to fall in love with.
T : You're loyal to those you love.
U : You really like to chill.
V : You are not judgmental.
W : You are very broad minded.
X : You never let people tell you what to do.
Y : best boy/girl friend any one can ask for.
Z : Always ready
Hér er mitt nafn hehe
B: You like people
J:People adore you
A:Best kisser ever
R: Fucking crazy
K: You are wild and crazy
E: Great in bed
Y: Best girlfriend anyone can ask for
Töff töff töff skillurðu haha
Bloggar | 10.2.2007 | 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góðann daginn gott fólk. Ég sit hérna myglaðri en brauðið í skápnum í eldhúsinu með abmólk og musli og er að reyna að hrista af mér stirðleikann. Ég var með 2 aukabörn í nótt, dætur Lilju vinkonu og þær eru nýorðin tveggja og að verða 7 ára. Þetta gekk ljómandi vel í gær og þær voru allar mjög þægar og tillitssamar, bara pínu háværar. En það er nú ekki svo slæmt. Nóttin var hell þar sem Andrea er vön að sofa í rimlarúmi og velti sér á alla kanta þannig ég er ferlega stíf í hálsinum .
Í dag ætlum við að hitta pabba því hann er í bænum og svo förum við á skauta með Marel klukkan 18:15 sem verður vonandi gaman þar sem stelpurnar hafa hvorugar farið á skauta áður Svo er bara árshátíðin hjá marel næstu helgi!! Úff það verður ágætt. Ásdís systir hans Hannesar ætlar að mála mig og setja á mig neglur heheeh ÉG með neglur! Afar áhugavert að vita hvað þær haldast lengi hehehe..
Svona í lokin þá langar mig að sýna ykkur svolítið kúl klikkið HÉR
Bloggar | 10.2.2007 | 11:38 (breytt kl. 11:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var að pæla. Ekki taka mikið mark á mér þar sem ég er í mjög skrítnu skapi. Kannski finnst mér þessi bloggfærsla út í hött á morgun...
Afhverju ætli það sé svona dýrt að búa á Íslandi? Afhverju er hæsta hlutfall af ungum mæðrum hér meðað við norðurlöndin? Afhverju er hlutfall einstæðra mæðra hér á landi meira en annarsstaðar? Einhversstaðar hlýtur að vera rót alls þessa. Finnst Íslendingum að lífið sé að hlaupa frá þeim og þess vegna eru þeir að eignast börn svona ungir? Hér er líka meira af ungum öryrkjum og öryrkjum vegna geðraskana. Erum við öll orðin svo klikkuð hérna?
æji ég veit ekki hvað ég er að pæla, held kannski áfram að pæla á morgun
ég er að hlusta á Desree og kissing you. Þetta lag setur mig alltaf í trans
Bloggar | 8.2.2007 | 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vá!! Ég er öll að skána í puttanum! Ég hringdi í vinnuna og ætla að reyna að fara að vinna á morgun. Ég sakna þess strax að geta ekki haft íbúðina mína svona hreina næstu vikur. Jú ég hef ekki getað farið í vinnu en ég get jú lyft tusku og get þrifið og svona. Ég vildi að ég gæti unnið í viku og frí í viku. Veit einhver um svoleiðis renniverkstæði?? Nei ég hélt ekki. Ef ég væri heimavinnandi mikið rosalega myndi ég hugsa vel um íbúðina og heimilið!! Það er svo mikill munur þegar íbúðin er hrein! Ohh I love it!! Manni líður svo vel.
Á einhver Akon diskinn?? Mig langar svo í hann!
Bloggar | 31.1.2007 | 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)