Ekkert að frétta

Mía er fyrir norðan hjá mömmu og búin að vera síðan á fimmtudag. Rosaleg viðbrigði eru þetta. Þóra reyndar fíleflist og talar á við 14 manns og sprellar endalaust. En það er ekkert rifrildi, engin skaðræðisvein eða annað sem fylgir systkinakarpi. Ég er öll að koma til eftir heiftalega sýkingu sem ég fékk á föstudaginn. Ég ét 3 hrossagöndla af sýklalyfjum á dag og íbúfen með, núna síðustu 2 daga hef ég ekki tekið verkjalyfin og fyrst núna er ég farin að sjá í gegnum lyfjaþokuna. Mikið er ég fegin að þurfa ekki að vera á verkjalyfjum dags daglega þetta er hryllingur. Það var eins og ég hefði vaknað um kaffileytið í dag. Ég varð bara ofurhress og gat hugsað skýrt. Ferlega fyndin upplifun. En nóg um það.

Ég fór með Þóru á leikskólann um 10 leytið í morgun og ákvað að taka Skottu, skítapoka og hundanammi líka, þegar ég var búin að fara með Þóru þá fórum við Skotta upp á gamla baseballvöll á gamla varnarsvæðinu þar sem er hundasvæði núna. Ég fór að henda bolta svo ég þyrfti sem minnst að hreyfa mig sjálf. Svo fórum við að æfa kúnstirnar hennar. Núna þá kann hún nokkrar skipanir. Sestu og leggstu en þær hafa handahreyfingar líka. Sæktu og svo gefur hún manni hlutinn ef ég segi takk. Hún skilur orðið nei og niður líka. Mér finnst þetta nokkuð góður árangur meðað við aðeins 4 mánaða stubb.     Eina vandamálið hennar er kyrr og svo slysast stundum smá hland á gólfið ... ég hata það reyndar..

Ég hef ekkert að segja annað. Ég er búin að vera rúmliggjandi svo lengi.

bæ í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú ert öll að koma til, einnig gleðilegt að Skotta sé ekki heilalaus eins og margir hundar :D

Ég verð að fara að koma í heimsókn eða öfugt... djöfull sakna ég þín!

Perla (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 04:48

2 identicon

Vona að þú sért öll að skríða saman væna! Alltaf gaman að fylgjast með blogginu þínu, alvöru kjarnyrt íslenska... ég kann ekki einu sinni að nota orð eins og systkinakarp og hrossagöndlar, haha!!

PS: Tobba (kötturinn minn) biður að heilsa Skottu... eða þannig... heh

Hlíf (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband