Norðurleið

Jarðarförin hans afa var í gær. Skrítið hvað maður fær einskonar lokun á sorgina þegar jarðarförin er afstaðin, ekki að maður hætti að sakna viðkomandi eða neitt svoleiðis. Heldur manni er einhvernveginn rórra. Takk fyrir allar samúðarkveðjurnar í færslunni á undan Wink

Ég ætla samt ekkert að hafa þetta blogg neitt sorglegt!! Hjalti bróðir er að fara fermast á sunnudaginn og ættingjarnir eru að fara flæða norður heiðar, ég sé fyrir mér svona engisprettufaraldur HAHAHAHA nei djók.... Allavega þá er Þóra núna á hjóladegi í leikskólanum og er búin þar kl 10 þannig ég er bara að bíða eftir að hún sé búin svo rúlla ég af stað norður. Mikið hlakka ég til að vera komin þangað (hata ferðalagið) en ég fer héðan og í bæinn að sækja flatkökurnar í ömmubakstur, fermingargjöfina í búðina og Óla frænda til Veigu. Svo get ég lagt af stað hahaha....

En nóg af þvaðri ég verð að fara haska mér með draslið út í bíl...

 

Bless sjáumst flest á sunnudaginn!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tattooine

Góða skemmtun... Mía kemur þá væntanlega ekki til okkar þessa helgina?

Tattooine, 8.5.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband